Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar