Kórdrengir réttvísinnar Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun