Nýtt Ísland þarfnast nýrra flokka Þórður Björn Sigurðsson skrifar 5. apríl 2013 09:15 Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar