Nýtt Ísland þarfnast nýrra flokka Þórður Björn Sigurðsson skrifar 5. apríl 2013 09:15 Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar