Það er gaman á netinu óháð aldri Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar