Baráttan gegn aðgreiningu Oddný Sturludóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Íslenskir leik- og grunnskólar starfa eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar, eins og skólar í velflestum löndum hins vestræna heims. Hugmyndin er einfaldlega að finna sem allra flestum börnum stað í almenna skólakerfinu og nýta mátt þess stóra samfélags til að koma þeim öllum til þess þroska sem þau hafa burði til. Baráttan gegn aðgreiningu hófst fyrir mörgum áratugum og er samferða baráttunni fyrir réttindum fólks með fötlun. En skóli án aðgreiningar snýst ekki bara um nemendur sem þurfa stuðning. Skóli án aðgreiningar snýst um þátttöku allra barna í skólasamfélaginu og hann snýst um að fjarlægja hindranir. Skóli án aðgreiningar nær aldrei fullkomnun, skólastarf er ferli sem þarf og á að vera í stöðugri endurskoðun. Með því að bregða birtu á það sem vel tekst, og það sem misferst, fáum við dýrmæt tækifæri á hverjum degi til að þróa skóla sem er fyrir öll börn.Aukin gæði menntunar Allir sem aðhyllast jöfn tækifæri og réttlátt samfélag sjá í hendi sér að skóli án aðgreiningar er eftirsóknarverður og hugmyndin spennandi. Sem betur fer benda ótal rannsóknir til þess að hugmyndin sé líka góð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í skólum þar sem námshópar einkennast af fjölbreytni aukast gæði menntunar hjá öllum nemendum, ekki bara þeim sem að öðrum kosti væru einangraðir í sérlausnum á jaðri skólakerfisins. Fordómar minnka, vitsmunaþroski eykst hraðar, gagnrýnin hugsun, borgaravitund og sjálfsöryggi er meira. Auk þess mælast jákvæð áhrif á bekkjaranda í skólum þar sem nemendahópurinn er fjölbreytilegur og þróun námskráa er örari. Rannsóknir sýna líka að einsleitur nemendahópur getur leitt til neikvæðra staðalmynda og mismununar sem getur orðið viðvarandi gagnvart ákveðnum nemendum. Með skóla án aðgreiningar hafa samfélög um allan hinn vestræna heim unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Í því felast miklar áskoranir og engin ein leið er rétt. En skólafólk missir ekki sjónar á leiðarljósinu, því ávinningurinn fyrir menntun barna er ótvíræður. Hugmyndin er ekki bara góð, hún er merkileg og mikilvæg.Ísland er fyrirmynd Í alþjóðlegum samanburði einkennast íslenskir skólar af miklum jöfnuði. Aðrar þjóðir öfunda okkur af þeirri staðreynd og víst er að fátt er dýrmætara í íslensku samfélagi en sá jöfnuður sem einkennir okkar mikilvægustu stofnanir, skólana. Jöfnuðinn má þakka fjölbreytileika nemendahópsins, þar sem börn fá tækifæri til að ná árangri óháð uppruna, atgervi og efnahag foreldra. Hann má líka þakka sterkri stöðu hins almenna leik- og grunnskóla og öflugri skólaþróun síðastliðna áratugi. Kennarar um allan heim sinna krefjandi starfi. Gott skólastarf sem hlúir að nemendum hér og nú, sem og býr þá undir líf og starf í síbreytilegum heimi, byggir á fagmennsku kennara og samstarfi skólasamfélagsins alls. Samtal um umbætur í skólastarfi er alltaf af hinu góða og auðvitað vilja allir leggja sig fram um að skapa nemendum gott umhverfi og góðan stuðning. Mælingar á árangri og líðan barna og unglinga í skólum, t.d. í Reykjavík, bera metnaði og fagmennsku skólafólks glæsilegt vitni; árlegar mælingar meðal nemenda sýna að kvíði, vanlíðan og einelti hefur minnkað verulega, jafnar og góðar framfarir nemenda milli ára eru staðreynd í 80% reykvískra skóla, skimanir á læsis- og stærðfræðikunnáttu hafa sýnt betri árangur með hverju árinu og ánægja foreldra hefur aukist. Ótal góð dæmi birtast okkur á hverjum degi um framsækið skólastarf og það er ljóst að kennarar hafa staðið vaktina fyrir börn og unglinga á erfiðum tímum. Þeir hafa hvergi slegið af metnaði sínum og starfa í stöðugri viðleitni til að þróa námsaðferðir til að mæta ólíkum styrkleikum barna og unglinga. Það ber að þakka.Eru þín börn „normal"? Síðustu mánuði hefur umræða um skólamál snúist um hindranir í innleiðingu skólastefnu án aðgreiningar og dæmi eru tekin af erfiðleikum í framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að greina hismið frá kjarnanum í þessu sem öðru. Það er mikilvægt að skella ekki skuldinni á vanda einstakra barna og taka upp gamlar hugmyndir um „normalt" barn. Það barn hefur aldrei verið til, er ekki til og verður aldrei til. Hvert einasta barn er sérstakt. Skólastefna sem byggir á þeirri sýn getur ekki verið vandamálið. Tölum frekar um nauðsynlega ráðgjöf og stuðning við þróun árangursríkra námsaðferða, fjölbreytilega kennsluhætti og mikilvægi jákvæðs stuðnings foreldra við nám barna sinna. Höldum sveitarfélögum við efnið, því þau verða að vera óþreytandi í viðleitni sinni til að styðja betur við skólana svo þeir vinni að því að þróa gott skólastarf án aðgreiningar. Virðum kennarastarfið og virðum ekki bara börnin okkar, heldur börn allra hinna foreldranna líka. Í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum er sífellt leitað leiða og lausna fyrir nemendur með það fyrir augum að virkja styrkleika þeirra og virða veikleika þeirra. Stundum tekst okkur mjög vel upp, stundum síður. En við getum ekki skellt skuldinni á skólastefnuna í heild sinni þótt misvel gangi að koma til móts við þarfir nemenda. Ástin á rétt á sér þó að hver og einn gangi í gegnum ástarsorg og hreyfing er af hinu góða þó að stundum verði slys á íþróttafólki. Það er mikil einföldun og hættuleg skilaboð að gagnrýna heilt hugmyndakerfi, byggt á áratugalangri réttindabaráttu, vegna hins augljósa: að nemendahópurinn er og verður krefjandi og það verður ávallt krefjandi fyrir skólakerfið að mæta þörfum hans. Ef engin væru vandamálin þyrftum við lítið að gera.Segjum sögur Það er mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Á hverjum degi fæðist ný saga um jákvæð áhrif skólastefnu án aðgreiningar. Þær sögur verðum við líka að segja og ég hvet kennara, foreldra og stjórnendur til að segja þær sögur. Þær skipta líka máli. Umræðan kemur okkur öllum við og við eigum öll að vera þátttakendur í henni. Við höfum sannað það sem samfélag að skólastarf leikskóla og grunnskóla stendur traustum fótum, eftir fjögur ár í kröppum dansi í efnahagslífinu. Við getum gert betur og viljum gera betur. En við gefum engan afslátt af viðhorfi okkar til barna og unglinga, því viðhorfi að skólinn er fyrir öll börnin okkar, óháð atgervi þeirra og upplagi, getu, geðslagi, bakgrunni og þörfum. Þeirra er skólinn, þeirra stoð og þeirra skjól. Margbreytileikinn í íslenskum skólum og íslensku samfélagi er hvorki veikleiki né vandamál. Hann er styrkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir leik- og grunnskólar starfa eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar, eins og skólar í velflestum löndum hins vestræna heims. Hugmyndin er einfaldlega að finna sem allra flestum börnum stað í almenna skólakerfinu og nýta mátt þess stóra samfélags til að koma þeim öllum til þess þroska sem þau hafa burði til. Baráttan gegn aðgreiningu hófst fyrir mörgum áratugum og er samferða baráttunni fyrir réttindum fólks með fötlun. En skóli án aðgreiningar snýst ekki bara um nemendur sem þurfa stuðning. Skóli án aðgreiningar snýst um þátttöku allra barna í skólasamfélaginu og hann snýst um að fjarlægja hindranir. Skóli án aðgreiningar nær aldrei fullkomnun, skólastarf er ferli sem þarf og á að vera í stöðugri endurskoðun. Með því að bregða birtu á það sem vel tekst, og það sem misferst, fáum við dýrmæt tækifæri á hverjum degi til að þróa skóla sem er fyrir öll börn.Aukin gæði menntunar Allir sem aðhyllast jöfn tækifæri og réttlátt samfélag sjá í hendi sér að skóli án aðgreiningar er eftirsóknarverður og hugmyndin spennandi. Sem betur fer benda ótal rannsóknir til þess að hugmyndin sé líka góð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í skólum þar sem námshópar einkennast af fjölbreytni aukast gæði menntunar hjá öllum nemendum, ekki bara þeim sem að öðrum kosti væru einangraðir í sérlausnum á jaðri skólakerfisins. Fordómar minnka, vitsmunaþroski eykst hraðar, gagnrýnin hugsun, borgaravitund og sjálfsöryggi er meira. Auk þess mælast jákvæð áhrif á bekkjaranda í skólum þar sem nemendahópurinn er fjölbreytilegur og þróun námskráa er örari. Rannsóknir sýna líka að einsleitur nemendahópur getur leitt til neikvæðra staðalmynda og mismununar sem getur orðið viðvarandi gagnvart ákveðnum nemendum. Með skóla án aðgreiningar hafa samfélög um allan hinn vestræna heim unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Í því felast miklar áskoranir og engin ein leið er rétt. En skólafólk missir ekki sjónar á leiðarljósinu, því ávinningurinn fyrir menntun barna er ótvíræður. Hugmyndin er ekki bara góð, hún er merkileg og mikilvæg.Ísland er fyrirmynd Í alþjóðlegum samanburði einkennast íslenskir skólar af miklum jöfnuði. Aðrar þjóðir öfunda okkur af þeirri staðreynd og víst er að fátt er dýrmætara í íslensku samfélagi en sá jöfnuður sem einkennir okkar mikilvægustu stofnanir, skólana. Jöfnuðinn má þakka fjölbreytileika nemendahópsins, þar sem börn fá tækifæri til að ná árangri óháð uppruna, atgervi og efnahag foreldra. Hann má líka þakka sterkri stöðu hins almenna leik- og grunnskóla og öflugri skólaþróun síðastliðna áratugi. Kennarar um allan heim sinna krefjandi starfi. Gott skólastarf sem hlúir að nemendum hér og nú, sem og býr þá undir líf og starf í síbreytilegum heimi, byggir á fagmennsku kennara og samstarfi skólasamfélagsins alls. Samtal um umbætur í skólastarfi er alltaf af hinu góða og auðvitað vilja allir leggja sig fram um að skapa nemendum gott umhverfi og góðan stuðning. Mælingar á árangri og líðan barna og unglinga í skólum, t.d. í Reykjavík, bera metnaði og fagmennsku skólafólks glæsilegt vitni; árlegar mælingar meðal nemenda sýna að kvíði, vanlíðan og einelti hefur minnkað verulega, jafnar og góðar framfarir nemenda milli ára eru staðreynd í 80% reykvískra skóla, skimanir á læsis- og stærðfræðikunnáttu hafa sýnt betri árangur með hverju árinu og ánægja foreldra hefur aukist. Ótal góð dæmi birtast okkur á hverjum degi um framsækið skólastarf og það er ljóst að kennarar hafa staðið vaktina fyrir börn og unglinga á erfiðum tímum. Þeir hafa hvergi slegið af metnaði sínum og starfa í stöðugri viðleitni til að þróa námsaðferðir til að mæta ólíkum styrkleikum barna og unglinga. Það ber að þakka.Eru þín börn „normal"? Síðustu mánuði hefur umræða um skólamál snúist um hindranir í innleiðingu skólastefnu án aðgreiningar og dæmi eru tekin af erfiðleikum í framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að greina hismið frá kjarnanum í þessu sem öðru. Það er mikilvægt að skella ekki skuldinni á vanda einstakra barna og taka upp gamlar hugmyndir um „normalt" barn. Það barn hefur aldrei verið til, er ekki til og verður aldrei til. Hvert einasta barn er sérstakt. Skólastefna sem byggir á þeirri sýn getur ekki verið vandamálið. Tölum frekar um nauðsynlega ráðgjöf og stuðning við þróun árangursríkra námsaðferða, fjölbreytilega kennsluhætti og mikilvægi jákvæðs stuðnings foreldra við nám barna sinna. Höldum sveitarfélögum við efnið, því þau verða að vera óþreytandi í viðleitni sinni til að styðja betur við skólana svo þeir vinni að því að þróa gott skólastarf án aðgreiningar. Virðum kennarastarfið og virðum ekki bara börnin okkar, heldur börn allra hinna foreldranna líka. Í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum er sífellt leitað leiða og lausna fyrir nemendur með það fyrir augum að virkja styrkleika þeirra og virða veikleika þeirra. Stundum tekst okkur mjög vel upp, stundum síður. En við getum ekki skellt skuldinni á skólastefnuna í heild sinni þótt misvel gangi að koma til móts við þarfir nemenda. Ástin á rétt á sér þó að hver og einn gangi í gegnum ástarsorg og hreyfing er af hinu góða þó að stundum verði slys á íþróttafólki. Það er mikil einföldun og hættuleg skilaboð að gagnrýna heilt hugmyndakerfi, byggt á áratugalangri réttindabaráttu, vegna hins augljósa: að nemendahópurinn er og verður krefjandi og það verður ávallt krefjandi fyrir skólakerfið að mæta þörfum hans. Ef engin væru vandamálin þyrftum við lítið að gera.Segjum sögur Það er mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Á hverjum degi fæðist ný saga um jákvæð áhrif skólastefnu án aðgreiningar. Þær sögur verðum við líka að segja og ég hvet kennara, foreldra og stjórnendur til að segja þær sögur. Þær skipta líka máli. Umræðan kemur okkur öllum við og við eigum öll að vera þátttakendur í henni. Við höfum sannað það sem samfélag að skólastarf leikskóla og grunnskóla stendur traustum fótum, eftir fjögur ár í kröppum dansi í efnahagslífinu. Við getum gert betur og viljum gera betur. En við gefum engan afslátt af viðhorfi okkar til barna og unglinga, því viðhorfi að skólinn er fyrir öll börnin okkar, óháð atgervi þeirra og upplagi, getu, geðslagi, bakgrunni og þörfum. Þeirra er skólinn, þeirra stoð og þeirra skjól. Margbreytileikinn í íslenskum skólum og íslensku samfélagi er hvorki veikleiki né vandamál. Hann er styrkur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun