Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör. Tökum nokkur dæmi: 1. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi hafa breytt umgjörð um nýfjárfestingar í atvinnulífinu og þau munu nýtast fyrir fjölbreytileg minni og meðalstór ekki síður en stór fjárfestingarverkefni, jafnt innlendra sem erlendra aðila. Meðal samninga um fjárfestingarverkefni sem búið er að gera á grundvelli þessara laga má nefna stækkun aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, stálendurvinnslu GMR á Grundartanga og gagnaver Verne á Ásbrú. 2. Lög um skattaívilnanir eða beinar endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar í sprotafyrirtækjum hafa sannað sig svo um munar. Nú fer í hönd þriðja árið og hefur umfangið vaxið jafnt og þétt. Reiknað er með að umtalsverðir fjármunir fari í skattaafslætti eða endurgreiðslur, sem er beinn stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum. 3. Allir vinna átakið sem gengur út á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga hefur hleypt auknum þrótti í byggingariðnaðinn og auk heldur komið þessum viðskiptum betur upp á yfirborðið. 4. Markaðsátökin Inspired by Iceland, sem hrundið var af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, og Ísland allt árið, sem gengur út á að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, hafa sannað gildi sitt. Og galdurinn á bak við velgengni beggja verkefnanna er sá að hér tóku saman höndum stjórnvöld og fyrirtækin sjálf í greininni. 5. Framkvæmdasjóður ferðamála var settur á stofn gagngert til að lyfta grettistaki í uppbyggingu aðstöðu og vernd náttúru við helstu ferðamannastaði á landinu en einnig til að fjölga vinsælum ferðamannastöðum. Á næstu þremur árum verða settar 500 milljónir á ári í þennan sjóð. 6. Lög um jöfnun flutningskostnaðar fela í sér mikilvægan stuðning við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. 7. Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta og ganga þær út á að meta styrkleika hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum og verður umtalsverðum fjármunum varið í þessi verkefni á næsta ári. 8. Fjárfestingaráætlun sem nýlega hefur verið kynnt markar alger tímamót og setur nýjar áherslur í nýsköpun og atvinnuþróun. Stærra skref hefur ekki verið stigið í þeim efnum um árabil. 9. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi. 10. Frá stofnun Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs hefur aldrei fyrr verið lögð jafnmikil áhersla á eflingu þeirra eins og nú, enda gegna þeir lykilhlutverki í framþróun atvinnu- og efnahagslífsins. Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir miklu viðbótarfjármagni til þessara sjóða. 11. Nýstofnsettur Verkefnasjóður fyrir skapandi greinar mun verða veigamikill stuðningur fyrir verkefni þar sem saman fer listrænn sköpunarkraftur og nýsköpun í atvinnulífinu og þar eru svo sannarlega mörg tækifæri. 12. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á laggirnar, en tilgangur hans verður að efla stoðir Græns hagkerfis, sem snýst um sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem umhverfisvænar lausnir leysa þær hefðbundnu af hólmi. Sem sagt, heilmiklu hefur verið áorkað samhliða glímunni við beinar afleiðingar hrunsins á þessu kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör. Tökum nokkur dæmi: 1. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi hafa breytt umgjörð um nýfjárfestingar í atvinnulífinu og þau munu nýtast fyrir fjölbreytileg minni og meðalstór ekki síður en stór fjárfestingarverkefni, jafnt innlendra sem erlendra aðila. Meðal samninga um fjárfestingarverkefni sem búið er að gera á grundvelli þessara laga má nefna stækkun aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, stálendurvinnslu GMR á Grundartanga og gagnaver Verne á Ásbrú. 2. Lög um skattaívilnanir eða beinar endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar í sprotafyrirtækjum hafa sannað sig svo um munar. Nú fer í hönd þriðja árið og hefur umfangið vaxið jafnt og þétt. Reiknað er með að umtalsverðir fjármunir fari í skattaafslætti eða endurgreiðslur, sem er beinn stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum. 3. Allir vinna átakið sem gengur út á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga hefur hleypt auknum þrótti í byggingariðnaðinn og auk heldur komið þessum viðskiptum betur upp á yfirborðið. 4. Markaðsátökin Inspired by Iceland, sem hrundið var af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, og Ísland allt árið, sem gengur út á að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, hafa sannað gildi sitt. Og galdurinn á bak við velgengni beggja verkefnanna er sá að hér tóku saman höndum stjórnvöld og fyrirtækin sjálf í greininni. 5. Framkvæmdasjóður ferðamála var settur á stofn gagngert til að lyfta grettistaki í uppbyggingu aðstöðu og vernd náttúru við helstu ferðamannastaði á landinu en einnig til að fjölga vinsælum ferðamannastöðum. Á næstu þremur árum verða settar 500 milljónir á ári í þennan sjóð. 6. Lög um jöfnun flutningskostnaðar fela í sér mikilvægan stuðning við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. 7. Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta og ganga þær út á að meta styrkleika hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum og verður umtalsverðum fjármunum varið í þessi verkefni á næsta ári. 8. Fjárfestingaráætlun sem nýlega hefur verið kynnt markar alger tímamót og setur nýjar áherslur í nýsköpun og atvinnuþróun. Stærra skref hefur ekki verið stigið í þeim efnum um árabil. 9. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi. 10. Frá stofnun Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs hefur aldrei fyrr verið lögð jafnmikil áhersla á eflingu þeirra eins og nú, enda gegna þeir lykilhlutverki í framþróun atvinnu- og efnahagslífsins. Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir miklu viðbótarfjármagni til þessara sjóða. 11. Nýstofnsettur Verkefnasjóður fyrir skapandi greinar mun verða veigamikill stuðningur fyrir verkefni þar sem saman fer listrænn sköpunarkraftur og nýsköpun í atvinnulífinu og þar eru svo sannarlega mörg tækifæri. 12. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á laggirnar, en tilgangur hans verður að efla stoðir Græns hagkerfis, sem snýst um sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem umhverfisvænar lausnir leysa þær hefðbundnu af hólmi. Sem sagt, heilmiklu hefur verið áorkað samhliða glímunni við beinar afleiðingar hrunsins á þessu kjörtímabili.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun