Sóknarfæri í samskiptum við Kína Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar