Framsókn spillir samningsstöðu Íslands 19. apríl 2013 06:00 Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar