Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila Ragnar Þorsteinsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar