Þar sem er vilji er vegur –forgangsröðum í þágu heilbrigðismála Karólína Einarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar