Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara Þórður Bogason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun