Hún sem trúir á landið Örn Bárður Jónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar!
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar