Fundið fé? Ögmundur Jónasson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar