Skattalækkanir – mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar