Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 2. maí 2013 06:30 Jón Viðar Arnþórsson Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“
Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira