Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Birgir H. Stefánsson skrifar 2. maí 2013 08:00 Þór/KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra. Mynd/Auðunn Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46