Allt til hagkvæmra eldhúsverka 8. maí 2013 12:00 Servíettur, kerti og borðdúkar í stíl og öllum regnbogans litum fást í nýrri eldhúsverslun Olís.mynd/stefán Markmið okkar í Olís eru heildarlausnir fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, þar með talið í rekstri eldhúsa, mötuneyta og veitingastaða því við viljum auðvelda viðskiptavinum okkar í hvívetna að ná fram hagræðingu í rekstri,“ segir Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar Olís. Á allra næstu dögum opnar Olís nýja og glæsilega verslun þar sem eldhúsverk verða meðal annars í brennidepli og hvers kyns búnaður til þeirra í hávegum hafður. Þar mun lipurt þjónustufólk aðstoða viðskiptavini með tilliti til þarfa hvers og eins. „Enn hvílir leynd yfir nafni verslunarinnar og verður ekki gefið upp fyrr en búðin verður opnuð með pompi og prakt,“ útskýrir Eggert leyndardómsfullur á svip. „Í versluninni verður meðal annars á boðstólum allt sem stór eldhús, mötuneyti og veitingastaðir þarfnast og mikið um gagnlegar nýjungar. Þar má nefna Solid, nýtt Svansvottað þvottaefni í uppþvottavélar, sem kemur í fimm kílógramma umbúðum og er sett í sjálfvirkan sápuskammtara sem Olís setur upp fyrir viðskiptavini sína. Þá bjóðum við nýtt sótthreinsiefni fyrir veitingahús sem ætlað er til hreinsunar og sótthreinsunar á borðum í eldhúsi og veitingasal og er afar handhægt og drjúgt.“ Eggert bætir við að í verslun Olís fáist heildarlína hreinsiefna með Svansvottun og ýmsar aðrar umhverfisvottaðar vörur. „Sífellt fleiri kjósa umhverfisvænan rekstur í stóreldhúsum og við mætum þeim með grænum lausnum á öllum sviðum.“ Eggert segir allt sem eitt eldhús þarfnast fást í ríkulegu úrvali, afbragðs gæðum og á góðu verði í nýju Olís-búðinni. „Í samstarfi við erlenda birgja vinnum við markvisst að því að bæta vöruúrvalið. Við mætum því þörfum markaðarins með nýjum vörum frá traustum birgjum og þrautreyndum vörumerkjum. Þar má nefna glæsilegar servíettur og kerti, matarfilmur- og pappír, einnota borðbúnað, einnota hlífðarfatnað og hreinsiefni af öllu tagi.“ Eggert leggur áherslu á að allir séu velkomnir í nýju Olís-búðina. „Verslunin höfðar til allra, einstaklinga jafnt sem fulltrúa stofnana og fyrirtækja og þeirra sem sjá um innkaup heimilisins.“ Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Markmið okkar í Olís eru heildarlausnir fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, þar með talið í rekstri eldhúsa, mötuneyta og veitingastaða því við viljum auðvelda viðskiptavinum okkar í hvívetna að ná fram hagræðingu í rekstri,“ segir Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar Olís. Á allra næstu dögum opnar Olís nýja og glæsilega verslun þar sem eldhúsverk verða meðal annars í brennidepli og hvers kyns búnaður til þeirra í hávegum hafður. Þar mun lipurt þjónustufólk aðstoða viðskiptavini með tilliti til þarfa hvers og eins. „Enn hvílir leynd yfir nafni verslunarinnar og verður ekki gefið upp fyrr en búðin verður opnuð með pompi og prakt,“ útskýrir Eggert leyndardómsfullur á svip. „Í versluninni verður meðal annars á boðstólum allt sem stór eldhús, mötuneyti og veitingastaðir þarfnast og mikið um gagnlegar nýjungar. Þar má nefna Solid, nýtt Svansvottað þvottaefni í uppþvottavélar, sem kemur í fimm kílógramma umbúðum og er sett í sjálfvirkan sápuskammtara sem Olís setur upp fyrir viðskiptavini sína. Þá bjóðum við nýtt sótthreinsiefni fyrir veitingahús sem ætlað er til hreinsunar og sótthreinsunar á borðum í eldhúsi og veitingasal og er afar handhægt og drjúgt.“ Eggert bætir við að í verslun Olís fáist heildarlína hreinsiefna með Svansvottun og ýmsar aðrar umhverfisvottaðar vörur. „Sífellt fleiri kjósa umhverfisvænan rekstur í stóreldhúsum og við mætum þeim með grænum lausnum á öllum sviðum.“ Eggert segir allt sem eitt eldhús þarfnast fást í ríkulegu úrvali, afbragðs gæðum og á góðu verði í nýju Olís-búðinni. „Í samstarfi við erlenda birgja vinnum við markvisst að því að bæta vöruúrvalið. Við mætum því þörfum markaðarins með nýjum vörum frá traustum birgjum og þrautreyndum vörumerkjum. Þar má nefna glæsilegar servíettur og kerti, matarfilmur- og pappír, einnota borðbúnað, einnota hlífðarfatnað og hreinsiefni af öllu tagi.“ Eggert leggur áherslu á að allir séu velkomnir í nýju Olís-búðina. „Verslunin höfðar til allra, einstaklinga jafnt sem fulltrúa stofnana og fyrirtækja og þeirra sem sjá um innkaup heimilisins.“
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira