Sjálfbær umbreyting til aukinna atvinnutækifæra Forysta norrænu verkalýðshreyfingarinnar skrifar 16. maí 2013 07:00 Á tímum óstöðugleika í efnahagsmálum verða Norðurlandaríkin að fjárfesta til framtíðar. Þetta er skoðun norræna verkalýðssambandsins (NFS). Samstarfshefð norrænu ríkjanna er traust og nýtur alþjóðlegrar virðingar, en það dugir ekki til. Norrænar ríkisstjórnir verða að þróa áfram þessa samstarfshefð og auka aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins. Til að styrkja samkeppnishæfni sína þurfa Norðurlandaríkin að leggja áherslu á sjálfbæran hagvöxt og fulla atvinnu. Sammælast þarf um framtíðarstefnumótun um innviði samfélagsins, vísindi og menntun og okkar miklu náttúruauðlindir. Þessar framtíðarfjárfestingar er brýnt að forsætis- og atvinnumálaráðherrar Norðurlandaríkjanna ræði þegar þeir hittast á vinnumarkaðsfundi í Stokkhólmi í dag, 16. maí.Lykillinn er aðlögunarhæfni Lykillinn að velgengni Norðurlandaríkjanna er aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins. Hugmyndafræðin byggir á öflugri verkalýðshreyfingu og víðtækri samvinnu við breytingar sem tryggir að einstaklingurinn verður ekki fórnarlamb þeirra. Skipulagið útheimtir velferðarkerfi sem veitir efnahagslegt öryggi í atvinnuleysi og stuðning til atvinnuleitar, mannsæmandi framfærslu, möguleika á að sækja nýja færni til að auðvelda hreyfanleika á vinnumarkaði, bæði milli atvinnurekenda og milli landa. Hér eiga ríkisstjórnir okkar mikið verk óunnið til að auka öryggi og minnka atvinnuleysi, sem hefur reyndar náð sögulegum hæðum á sumum svæðum. Tækifæri gefst á vinnumarkaðsfundinum. Atvinnuleysi ungs fólks er í brennidepli og norræna verkalýðshreyfingin leggur til ýmsar lausnir til að virkja atvinnulaus ungmenni. Einnig er þörf á sameiginlegum norrænum fjárfestingum til sjálfbærrar framtíðar. Kominn er tími til að taka stefnumarkandi frumkvæði til að auka atvinnu og samkeppnishæfni bæði til skemmri og lengri tíma. Virkt samgöngukerfi er forsenda þróunar á Norðurlöndum. Í öllum norrænu ríkjunum eru innviðir samfélagsins í fjársvelti. Hér eru miklir möguleikar til samvinnu og sameiginlega eiga norrænu ríkisstjórnirnar að leggja áherslu á að efla lestarsamgöngur, sem eru nauðsynlegar vegna sameiginlegs vinnumarkaðar þar sem þær stuðla að aukinni framleiðni og minnka atvinnuleysi á svæðinu auk þess sem þær tryggja umhverfisvæna vöruflutninga. Samfélagslegur ávinningur af sameiginlegum vinnumarkaði getur fyrst orðið að veruleika þegar innviðir landanna eru nægilega samtvinnaðir. Sjálfbærir innviðir munu einnig í sjálfu sér skapa störf þar sem fjármagnskostnaður er lítill og nægt starfsfólk er fyrir hendi. Væntanleg fjárfestingarþörf gæti skapað um 100.000 ný störf á Norðurlöndunum. Til mikils er að vinna.Dýrmætasti auðurinn Vel menntað og hæft starfsfólk er dýrmætasti auðurinn og ýtir undir nýsköpun og þróun. Hvert Norðurlandaríkjanna fyrir sig er of smátt til að geta eitt og sér verið í forystu menntunar og vísinda, meiri samvinna eykur möguleikana. Ríkisstjórnir landanna eiga að leggja áherslu á:Sameiginlega norræna áætlun um vísindasamvinnu, sem einfaldar og eykur samstarfsmöguleika milli vísindamanna í fremstu röð.Aukna möguleika vísindamanna til að sækja um styrki í öllum Norðurlandaríkjunum. Til að auka hreyfanleika meðal þeirra ber að skilyrða að styrkirnir séu nýttir í því landi sem þeir eru veittir. Að auka flæði milli vísindasamfélagsins, atvinnulífsins og hins opinbera. Tryggja að opinberir starfsmenn geti einnig samtvinnað starf á vinnumarkaði og rannsóknarvinnu. Náttúruauðlindir og nýtingu þeirra til framtíðar þarf einnig að ræða. Umhverfisáhrif í einu landi hafa áhrif um allt svæðið. Aukið eftirlit þarf með námugreftri, tryggja þarf að þungmálmar eitri ekki umhverfið, þ.m.t. ferskvatn og sjó. Draga verður úr köfnunarefnis- og fosfórmengun frá landbúnaði og auka stuðning við vistvænan landbúnað. Umhverfið verður að vera í forgangi. Ekki þarf að óttast að tækni sem dregur úr losun hamli sköpun nýrra starfa, þvert á móti. Vistvænar, hagkvæmar og sjálfbærar fjárfestingar eru framtíðin. Gylfi Arnbjörnsson, ASÍErik Jylling, ACElín Björg Jónsdóttir, BSRBBente Sorgenfrey, FTFLizette Risgaard, LO DanmarkGerd Kristiansen, LO NorgeSture Fjäder, AKAVAAnders Folkestad,UnioLauri Lyly, SAKJorunn Berland, YSMikko Mäenpää, STTKKarl-Petter Thorwaldsson, LO SverigeJess Berthelsen, SIK GrönlandGöran Arrius,Saco Eva Nordmark, TCOLóa Brynjúlfsdóttir, NFSNFS – Norræna verkalýðssambandið er samvinnuvettvangur norrænu verkalýðshreyfingarinnar. Í NFS eru sextán heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum sem eru fulltrúar nærri 9 milljóna launamanna (nfs.net). Þessi grein birtist samtímis í dagblöðum á öllum Norðurlöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á tímum óstöðugleika í efnahagsmálum verða Norðurlandaríkin að fjárfesta til framtíðar. Þetta er skoðun norræna verkalýðssambandsins (NFS). Samstarfshefð norrænu ríkjanna er traust og nýtur alþjóðlegrar virðingar, en það dugir ekki til. Norrænar ríkisstjórnir verða að þróa áfram þessa samstarfshefð og auka aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins. Til að styrkja samkeppnishæfni sína þurfa Norðurlandaríkin að leggja áherslu á sjálfbæran hagvöxt og fulla atvinnu. Sammælast þarf um framtíðarstefnumótun um innviði samfélagsins, vísindi og menntun og okkar miklu náttúruauðlindir. Þessar framtíðarfjárfestingar er brýnt að forsætis- og atvinnumálaráðherrar Norðurlandaríkjanna ræði þegar þeir hittast á vinnumarkaðsfundi í Stokkhólmi í dag, 16. maí.Lykillinn er aðlögunarhæfni Lykillinn að velgengni Norðurlandaríkjanna er aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins. Hugmyndafræðin byggir á öflugri verkalýðshreyfingu og víðtækri samvinnu við breytingar sem tryggir að einstaklingurinn verður ekki fórnarlamb þeirra. Skipulagið útheimtir velferðarkerfi sem veitir efnahagslegt öryggi í atvinnuleysi og stuðning til atvinnuleitar, mannsæmandi framfærslu, möguleika á að sækja nýja færni til að auðvelda hreyfanleika á vinnumarkaði, bæði milli atvinnurekenda og milli landa. Hér eiga ríkisstjórnir okkar mikið verk óunnið til að auka öryggi og minnka atvinnuleysi, sem hefur reyndar náð sögulegum hæðum á sumum svæðum. Tækifæri gefst á vinnumarkaðsfundinum. Atvinnuleysi ungs fólks er í brennidepli og norræna verkalýðshreyfingin leggur til ýmsar lausnir til að virkja atvinnulaus ungmenni. Einnig er þörf á sameiginlegum norrænum fjárfestingum til sjálfbærrar framtíðar. Kominn er tími til að taka stefnumarkandi frumkvæði til að auka atvinnu og samkeppnishæfni bæði til skemmri og lengri tíma. Virkt samgöngukerfi er forsenda þróunar á Norðurlöndum. Í öllum norrænu ríkjunum eru innviðir samfélagsins í fjársvelti. Hér eru miklir möguleikar til samvinnu og sameiginlega eiga norrænu ríkisstjórnirnar að leggja áherslu á að efla lestarsamgöngur, sem eru nauðsynlegar vegna sameiginlegs vinnumarkaðar þar sem þær stuðla að aukinni framleiðni og minnka atvinnuleysi á svæðinu auk þess sem þær tryggja umhverfisvæna vöruflutninga. Samfélagslegur ávinningur af sameiginlegum vinnumarkaði getur fyrst orðið að veruleika þegar innviðir landanna eru nægilega samtvinnaðir. Sjálfbærir innviðir munu einnig í sjálfu sér skapa störf þar sem fjármagnskostnaður er lítill og nægt starfsfólk er fyrir hendi. Væntanleg fjárfestingarþörf gæti skapað um 100.000 ný störf á Norðurlöndunum. Til mikils er að vinna.Dýrmætasti auðurinn Vel menntað og hæft starfsfólk er dýrmætasti auðurinn og ýtir undir nýsköpun og þróun. Hvert Norðurlandaríkjanna fyrir sig er of smátt til að geta eitt og sér verið í forystu menntunar og vísinda, meiri samvinna eykur möguleikana. Ríkisstjórnir landanna eiga að leggja áherslu á:Sameiginlega norræna áætlun um vísindasamvinnu, sem einfaldar og eykur samstarfsmöguleika milli vísindamanna í fremstu röð.Aukna möguleika vísindamanna til að sækja um styrki í öllum Norðurlandaríkjunum. Til að auka hreyfanleika meðal þeirra ber að skilyrða að styrkirnir séu nýttir í því landi sem þeir eru veittir. Að auka flæði milli vísindasamfélagsins, atvinnulífsins og hins opinbera. Tryggja að opinberir starfsmenn geti einnig samtvinnað starf á vinnumarkaði og rannsóknarvinnu. Náttúruauðlindir og nýtingu þeirra til framtíðar þarf einnig að ræða. Umhverfisáhrif í einu landi hafa áhrif um allt svæðið. Aukið eftirlit þarf með námugreftri, tryggja þarf að þungmálmar eitri ekki umhverfið, þ.m.t. ferskvatn og sjó. Draga verður úr köfnunarefnis- og fosfórmengun frá landbúnaði og auka stuðning við vistvænan landbúnað. Umhverfið verður að vera í forgangi. Ekki þarf að óttast að tækni sem dregur úr losun hamli sköpun nýrra starfa, þvert á móti. Vistvænar, hagkvæmar og sjálfbærar fjárfestingar eru framtíðin. Gylfi Arnbjörnsson, ASÍErik Jylling, ACElín Björg Jónsdóttir, BSRBBente Sorgenfrey, FTFLizette Risgaard, LO DanmarkGerd Kristiansen, LO NorgeSture Fjäder, AKAVAAnders Folkestad,UnioLauri Lyly, SAKJorunn Berland, YSMikko Mäenpää, STTKKarl-Petter Thorwaldsson, LO SverigeJess Berthelsen, SIK GrönlandGöran Arrius,Saco Eva Nordmark, TCOLóa Brynjúlfsdóttir, NFSNFS – Norræna verkalýðssambandið er samvinnuvettvangur norrænu verkalýðshreyfingarinnar. Í NFS eru sextán heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum sem eru fulltrúar nærri 9 milljóna launamanna (nfs.net). Þessi grein birtist samtímis í dagblöðum á öllum Norðurlöndunum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar