Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2013 07:00 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar