Ekki boðið upp á hamborgara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 00:01 Danka Podovac verður í eldlínunni með Stjörnunni í kvöld gegn Þrótti. Mynd / Anton „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01