Sprengjusérfræðingur óskast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2013 06:15 Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun