Stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi Mikael Torfason skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun