Röksemdirnar fyrir flugvelli í Vatnsmýri, standast þær einfalda skoðun? Bolli Héðinsson skrifar 12. september 2013 06:00 Þær hugmyndir sem settar eru fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur um byggð í Vatnsmýri eru málamiðlun sem gerir ráð fyrir áframhaldandi veru flugvallarins þar miklu lengur en kröfur eru um. Ef rýnt er í þau rök sem sett eru fram á heimasíðu aðila sem hvetja fólk til að skrifa undir áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri, kemur í ljós að forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar fullyrða og setja fram eigin skoðanir sem þær væru staðreyndir sem mæla með áframhaldandi veru flugvallarins. Svo er aftur á móti ekki og er aðeins fátt eitt í röksemdafærslu þeirra sem stenst frekari skoðun. Ljóst er því að fjöldi þeirra sem þegar hafa skrifað undir áskorunina hefur skrifað undir á grunni hæpinna og jafnvel rangra staðhæfinga sem settar eru fram á heimasíðunni. Við skulum skoða þau rök sem haldið er fram, einstaka liði í þeirri röð sem þeir eru settir fram á vefsíðunni: 1. Vörur. Þessi ábending á væntanlega að fjalla um mikilvægi þess að halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna þeirra vöruflutninga sem þar fara fram. Hvort sem um er að ræða flutning á viðkvæmum vörum, matvælum eða varahlutum þá gildir einu hvort þeir flutningar eiga sér stað um Vatnsmýri eða Keflavíkurflugvöll. 2. Farþegar. Segir okkur nákvæmlega ekkert um hvort þeir sem um flugvöllinn fara væru ekki jafnsettir eða jafnvel betur settir með flugi til og frá Keflavík. Ekki er deilt um þægindi þess að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, fyrir þá sem eiga erindi í miðbæ Reykjavíkur. En fyrir þá sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að komast í flug til útlanda eða fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum með flugi og vilja halda áfram með flugi innanlands er beinlínis um óþægindi að ræða. Á meðan ekki liggur fyrir rannsókn á því hverjir farþegarnir eru sem flugvöllinn nota þá set ég fram eftirfarandi tilgátu:Hversu margir nota flugvöllinn að staðaldri? „Reykjavíkurflugvöllur þjónar fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni, t.d. sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og fáeinum athafnamönnum. Allur almenningur, hvort heldur í Reykjavík eða á áfangastöðunum sem flogið er til, kýs að fara akandi þótt auðvitað komi upp tilvik þegar farið er með flugi, en hjá hverjum einstaklingi eru tilvikin afar fá. Verulegur hluti farþega um Reykjavíkurflugvöll er innlendir og erlendir farþegar á leið til og frá útlöndum sem myndu kjósa að geta flogið beint til og frá áfangastað innanlands um Keflavíkurflugvöll.“ Betri vegir (og höfn) hafa undantekningalaust dregið úr innanlandsflugi. Hér nægir að nefna staði sem áður var flogið til, s.s. Stykkishólm, Patreksfjörð, Blönduós, Sauðárkrók, Húsavík, Norðfjörð, Hornafjörð og Vestmannaeyjar. Á þessa staði hefur áætlunarflug ýmist lagst af eða stórlega dregið úr því. Viðbúið er að þegar heilsársvegir yfir hálendið verða lagðir, eins og krafa er um á Alþingi, og lokið verður við aðrar fyrirséðar vegaframkvæmdir dragi enn frekar úr innanlandsflugi. Reynist þessi tilgáta mín rétt setur það umræðuna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í annað samhengi. Spurningin stendur þá um hvort réttlætanlegt sé að halda úti flugvelli sem þjónar fyrst og fremst fáum áhrifamiklum einstaklingum en hagsmunir þjóðarinnar, af því að fá að nýta landið til uppbyggingar höfuðborgar sinnar, eru til muna stærri. 3. Sagan sem rakin er á vefsíðunni um flugsögu Íslendinga sem hófst í Vatnsmýri hverfur ekki þó flugvöllurinn fari. 4. Varaflugvöllur. Undir þessum lið eru talin upp rökin fyrir því að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll. Skemmst er um þennan lið að segja að Pawel Bartoszek hrakti þær röksemdir sem þar koma fram lið fyrir lið í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið þann 30. ágúst sl. 5. Þjónusta er liður sem fjallar um störfin sem unnin eru á flugvellinum. Hverjum manni má ljóst vera að störfin sem þar eru unnin leggjast ekki af heldur flytjast til. 6. Kennsla. Flugnám mun einfaldlega flytjast annað, t.d. gæti það orðið til að styrkja verulega flugakademíuna hjá Keili á Keflavíkurflugvelli.Störfin verða unnin annars staðar 7. Hagræn áhrif sýna okkur fram á hversu mikilvægt er að haldið sé úti flugrekstri til og frá landinu en gefur alls ekki á nokkurn hátt til kynna að það flug þurfi að fara um Vatnsmýri, heldur þvert á móti mikilvægi þess að allt flug, innanlands og utan fari fram um einn og sama flugvöllinn. 8. Ferðamenn. Þau hæpnu rök sem þar eru sett fram eru þau sömu og undir lið 2 og um þau gildir það sama um þær forsendur sem þar eru settar fram. Þannig gefa menn sér að erlendir ferðamenn muni hætta að fljúga innanlands. Þvert á móti er ástæða til að rannsaka hvort ekki megi vænta aukningar í flugi með ferðamenn innanlands sem geta þá farið beint til og frá Keflavík á endanlegan áfangastað. 9. Landhelgisgæslan. Það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál, óháð framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvenær flugdeild Landhelgisgæslunnar flytur til Keflavíkurflugvallar eins og reglulega kemur fram krafa um á Alþingi. Ríkisendurskoðun hefur nýlega bent á að LHG ætti e.t.v. að vera sá aðili sem sæi um allt sjúkraflug hér á landi með flugflota í samræmi við það. 10. Höfuðborg. Flestar höfuðborgir í nágrannalöndum okkar eru með flugvelli í 30-60 mín. fjarlægð frá miðborginni. Þannig verður Reykjavík nákvæmlega jafn vel sett og flestar aðrar höfuðborgir þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. Tilvalið gæti verið að nota þetta tækifæri til að flytja ýmsa opinbera þjónustu sem fram fer í borginni til annarra þéttbýlisstaða sem hefur lengi verið talað um að gera en aldrei orðið af. Ekki hefur tekist að benda á nein sjúkrahús í veröldinni þar sem það þykir máli skipta að flugvöllur sé í næsta nágrenni. 11. Umhverfi. Röksemdirnar sem notaðar eru til að halda því fram hversu lítil mengun fylgir flugi eru röksemdir sem breytast ekki þótt flugið flytjist frá Reykjavík. 12. Sjúkraflug. Hér erum við komin að þeim lið sem hlýtur að teljast sá hæpnasti í framsetningu þeirra sem standa gegn flutningi vallarins. Hér hafa verið notuð afar ósmekkleg tilfinningarök sem eru til þess fallin að draga umræðuna niður á plan sem hún á ekki skilið. Viljandi horfa forráðamennirnir fram hjá því að mikilvægi þess að koma sjúklingi undir læknishendur hefst ekki á Akureyrarflugvelli og lýkur ekki á Reykjavíkurflugvelli. Mikilvægið nær til alls þess tíma frá því slysið (eða atburðurinn sem til flutninganna leiðir) á sér stað og þá kemur svo margt annað til greina en sjúkraflugið eitt til Reykjavíkur til að gera þann tíma sem stystan. Framfarir í þyrlusmíði eru miklar og hraðar og fyrirmyndir frá nágrannalöndunum leggja mesta áherslu á að koma sjúklingi beint frá slysstað á sjúkrahús án óþarfa viðkomu á flugvelli. Sambærileg útfærsla þessa fyrirkomulags hér á landi gæti bjargað mörgum mannslífum sem ekki bjargast í dag vegna núverandi fyrirkomulags á sjúkraflugi. Af öllu þessu má ráða að flugvallarsinnar hafa farið með himinskautum í röksemdafærslum sínum fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Svo virðist sem röksemdin sem þyngst er á metum sé röksemdin „það er svo miklu þægilegra“. Spurningin er því sú hvort menn vilja frekar hafa flugvöllinn þar sem hann er vegna ákveðinna þæginda og hvort þægindi þess takmarkaða hóps eigi að standa í vegi fyrir þeim þjóðarhagsmunum sem eru í húfi fyrir því að flugvöllurinn víki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Þær hugmyndir sem settar eru fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur um byggð í Vatnsmýri eru málamiðlun sem gerir ráð fyrir áframhaldandi veru flugvallarins þar miklu lengur en kröfur eru um. Ef rýnt er í þau rök sem sett eru fram á heimasíðu aðila sem hvetja fólk til að skrifa undir áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri, kemur í ljós að forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar fullyrða og setja fram eigin skoðanir sem þær væru staðreyndir sem mæla með áframhaldandi veru flugvallarins. Svo er aftur á móti ekki og er aðeins fátt eitt í röksemdafærslu þeirra sem stenst frekari skoðun. Ljóst er því að fjöldi þeirra sem þegar hafa skrifað undir áskorunina hefur skrifað undir á grunni hæpinna og jafnvel rangra staðhæfinga sem settar eru fram á heimasíðunni. Við skulum skoða þau rök sem haldið er fram, einstaka liði í þeirri röð sem þeir eru settir fram á vefsíðunni: 1. Vörur. Þessi ábending á væntanlega að fjalla um mikilvægi þess að halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna þeirra vöruflutninga sem þar fara fram. Hvort sem um er að ræða flutning á viðkvæmum vörum, matvælum eða varahlutum þá gildir einu hvort þeir flutningar eiga sér stað um Vatnsmýri eða Keflavíkurflugvöll. 2. Farþegar. Segir okkur nákvæmlega ekkert um hvort þeir sem um flugvöllinn fara væru ekki jafnsettir eða jafnvel betur settir með flugi til og frá Keflavík. Ekki er deilt um þægindi þess að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, fyrir þá sem eiga erindi í miðbæ Reykjavíkur. En fyrir þá sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að komast í flug til útlanda eða fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum með flugi og vilja halda áfram með flugi innanlands er beinlínis um óþægindi að ræða. Á meðan ekki liggur fyrir rannsókn á því hverjir farþegarnir eru sem flugvöllinn nota þá set ég fram eftirfarandi tilgátu:Hversu margir nota flugvöllinn að staðaldri? „Reykjavíkurflugvöllur þjónar fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni, t.d. sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og fáeinum athafnamönnum. Allur almenningur, hvort heldur í Reykjavík eða á áfangastöðunum sem flogið er til, kýs að fara akandi þótt auðvitað komi upp tilvik þegar farið er með flugi, en hjá hverjum einstaklingi eru tilvikin afar fá. Verulegur hluti farþega um Reykjavíkurflugvöll er innlendir og erlendir farþegar á leið til og frá útlöndum sem myndu kjósa að geta flogið beint til og frá áfangastað innanlands um Keflavíkurflugvöll.“ Betri vegir (og höfn) hafa undantekningalaust dregið úr innanlandsflugi. Hér nægir að nefna staði sem áður var flogið til, s.s. Stykkishólm, Patreksfjörð, Blönduós, Sauðárkrók, Húsavík, Norðfjörð, Hornafjörð og Vestmannaeyjar. Á þessa staði hefur áætlunarflug ýmist lagst af eða stórlega dregið úr því. Viðbúið er að þegar heilsársvegir yfir hálendið verða lagðir, eins og krafa er um á Alþingi, og lokið verður við aðrar fyrirséðar vegaframkvæmdir dragi enn frekar úr innanlandsflugi. Reynist þessi tilgáta mín rétt setur það umræðuna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í annað samhengi. Spurningin stendur þá um hvort réttlætanlegt sé að halda úti flugvelli sem þjónar fyrst og fremst fáum áhrifamiklum einstaklingum en hagsmunir þjóðarinnar, af því að fá að nýta landið til uppbyggingar höfuðborgar sinnar, eru til muna stærri. 3. Sagan sem rakin er á vefsíðunni um flugsögu Íslendinga sem hófst í Vatnsmýri hverfur ekki þó flugvöllurinn fari. 4. Varaflugvöllur. Undir þessum lið eru talin upp rökin fyrir því að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll. Skemmst er um þennan lið að segja að Pawel Bartoszek hrakti þær röksemdir sem þar koma fram lið fyrir lið í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið þann 30. ágúst sl. 5. Þjónusta er liður sem fjallar um störfin sem unnin eru á flugvellinum. Hverjum manni má ljóst vera að störfin sem þar eru unnin leggjast ekki af heldur flytjast til. 6. Kennsla. Flugnám mun einfaldlega flytjast annað, t.d. gæti það orðið til að styrkja verulega flugakademíuna hjá Keili á Keflavíkurflugvelli.Störfin verða unnin annars staðar 7. Hagræn áhrif sýna okkur fram á hversu mikilvægt er að haldið sé úti flugrekstri til og frá landinu en gefur alls ekki á nokkurn hátt til kynna að það flug þurfi að fara um Vatnsmýri, heldur þvert á móti mikilvægi þess að allt flug, innanlands og utan fari fram um einn og sama flugvöllinn. 8. Ferðamenn. Þau hæpnu rök sem þar eru sett fram eru þau sömu og undir lið 2 og um þau gildir það sama um þær forsendur sem þar eru settar fram. Þannig gefa menn sér að erlendir ferðamenn muni hætta að fljúga innanlands. Þvert á móti er ástæða til að rannsaka hvort ekki megi vænta aukningar í flugi með ferðamenn innanlands sem geta þá farið beint til og frá Keflavík á endanlegan áfangastað. 9. Landhelgisgæslan. Það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál, óháð framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvenær flugdeild Landhelgisgæslunnar flytur til Keflavíkurflugvallar eins og reglulega kemur fram krafa um á Alþingi. Ríkisendurskoðun hefur nýlega bent á að LHG ætti e.t.v. að vera sá aðili sem sæi um allt sjúkraflug hér á landi með flugflota í samræmi við það. 10. Höfuðborg. Flestar höfuðborgir í nágrannalöndum okkar eru með flugvelli í 30-60 mín. fjarlægð frá miðborginni. Þannig verður Reykjavík nákvæmlega jafn vel sett og flestar aðrar höfuðborgir þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. Tilvalið gæti verið að nota þetta tækifæri til að flytja ýmsa opinbera þjónustu sem fram fer í borginni til annarra þéttbýlisstaða sem hefur lengi verið talað um að gera en aldrei orðið af. Ekki hefur tekist að benda á nein sjúkrahús í veröldinni þar sem það þykir máli skipta að flugvöllur sé í næsta nágrenni. 11. Umhverfi. Röksemdirnar sem notaðar eru til að halda því fram hversu lítil mengun fylgir flugi eru röksemdir sem breytast ekki þótt flugið flytjist frá Reykjavík. 12. Sjúkraflug. Hér erum við komin að þeim lið sem hlýtur að teljast sá hæpnasti í framsetningu þeirra sem standa gegn flutningi vallarins. Hér hafa verið notuð afar ósmekkleg tilfinningarök sem eru til þess fallin að draga umræðuna niður á plan sem hún á ekki skilið. Viljandi horfa forráðamennirnir fram hjá því að mikilvægi þess að koma sjúklingi undir læknishendur hefst ekki á Akureyrarflugvelli og lýkur ekki á Reykjavíkurflugvelli. Mikilvægið nær til alls þess tíma frá því slysið (eða atburðurinn sem til flutninganna leiðir) á sér stað og þá kemur svo margt annað til greina en sjúkraflugið eitt til Reykjavíkur til að gera þann tíma sem stystan. Framfarir í þyrlusmíði eru miklar og hraðar og fyrirmyndir frá nágrannalöndunum leggja mesta áherslu á að koma sjúklingi beint frá slysstað á sjúkrahús án óþarfa viðkomu á flugvelli. Sambærileg útfærsla þessa fyrirkomulags hér á landi gæti bjargað mörgum mannslífum sem ekki bjargast í dag vegna núverandi fyrirkomulags á sjúkraflugi. Af öllu þessu má ráða að flugvallarsinnar hafa farið með himinskautum í röksemdafærslum sínum fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Svo virðist sem röksemdin sem þyngst er á metum sé röksemdin „það er svo miklu þægilegra“. Spurningin er því sú hvort menn vilja frekar hafa flugvöllinn þar sem hann er vegna ákveðinna þæginda og hvort þægindi þess takmarkaða hóps eigi að standa í vegi fyrir þeim þjóðarhagsmunum sem eru í húfi fyrir því að flugvöllurinn víki.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun