Sigurganga Sjóns í Bandaríkjunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 15:00 Bækur sjóns hans hafa vakið hrifningu í BNA. Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira