Heilbrigðiskerfið og fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. október 2013 06:00 Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun