Við getum bætt okkur Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun