Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 10:00 Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar