Upp með heykvíslarnar 23. nóvember 2013 07:00 Ég á víst að hafa sloppið fyrir horn núna í vikunni, mínum nánustu til mikillar ánægju. Reyndar var ég ekki nálægt því að vera rekin úr vinnunni þótt fjölskyldan mín láti þannig. Málið er mun alvarlegra en svo. Ég var hársbreidd frá því að setja íbúðina á sölu til að geta komist á heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar. Fyrirgefið en ég bara verð að tala um þennan helvítis leik. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Ég, eins og sannur Íslendingur, ætla þó hvorki að líta fram á veginn né læra af þessu áfalli. Ég ætla að leita að sökudólgum. Var þetta kannski RÚV að kenna? Á ögurstundu, þegar það var tilkynnt að við kæmumst í umspilið, skelltu þeir á auglýsingum og stálu þannig af þjóðinni sínu stærsta afreki á sviði knattspyrnunnar (við skulum, eitt augnablik, láta eins og EM kvenna árið 2009 og 2013 hafi aldrei gerst). Þetta var ófyrirgefanlegt hjá ríkisfjölmiðlinum því, eins og allir vita: Ef við sjáum það ekki í sjónvarpinu þá gerðist það aldrei. Var þetta KSÍ að kenna? Nætursala aðgöngumiða setti allt úr skorðum. Við vitum að þetta næturbrölt var ekki til að forðast álag (þrátt fyrir að miði.is hafi síðan hrunið þegar 300 miðar voru til sölu á leikdag) heldur til að fóðra hinn alræmda „svarta markað“ sem eftir á að hyggja verður að teljast sá lélegasti á jarðkringlunni – guð minn góður hvað við erum léleg í þessu. Eða var þetta kannski forsetinn? Núna ættu allir – meira að segja forysta KSÍ – að hafa uppgötvað að í hvert skipti sem forsetinn opnar munninn verður helmingur þjóðarinnar ofsakátur en hinn bandbrjálaður. Alltaf. Í hvert einasta skipti. Hver fékk þá snilldarhugmynd að peppa bara helming liðsins upp fyrir leikinn? Þetta var alla vega ekki leikmönnunum eða þjálfaranum að kenna – svo mikið er víst. Þeir lögðu sig alla fram og gerðu sitt besta. Fyrir utan að ef þeir hefðu ekki spilað jafn frábærlega og raun bar vitni í riðlakeppninni þá hefði ekki verið neinn leikur á þriðjudaginn. Nei, það voru ekki þeir. En hver var það? Við verðum að finna sökudólg. Einhvern til að hengja. Eins og alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun
Ég á víst að hafa sloppið fyrir horn núna í vikunni, mínum nánustu til mikillar ánægju. Reyndar var ég ekki nálægt því að vera rekin úr vinnunni þótt fjölskyldan mín láti þannig. Málið er mun alvarlegra en svo. Ég var hársbreidd frá því að setja íbúðina á sölu til að geta komist á heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar. Fyrirgefið en ég bara verð að tala um þennan helvítis leik. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Ég, eins og sannur Íslendingur, ætla þó hvorki að líta fram á veginn né læra af þessu áfalli. Ég ætla að leita að sökudólgum. Var þetta kannski RÚV að kenna? Á ögurstundu, þegar það var tilkynnt að við kæmumst í umspilið, skelltu þeir á auglýsingum og stálu þannig af þjóðinni sínu stærsta afreki á sviði knattspyrnunnar (við skulum, eitt augnablik, láta eins og EM kvenna árið 2009 og 2013 hafi aldrei gerst). Þetta var ófyrirgefanlegt hjá ríkisfjölmiðlinum því, eins og allir vita: Ef við sjáum það ekki í sjónvarpinu þá gerðist það aldrei. Var þetta KSÍ að kenna? Nætursala aðgöngumiða setti allt úr skorðum. Við vitum að þetta næturbrölt var ekki til að forðast álag (þrátt fyrir að miði.is hafi síðan hrunið þegar 300 miðar voru til sölu á leikdag) heldur til að fóðra hinn alræmda „svarta markað“ sem eftir á að hyggja verður að teljast sá lélegasti á jarðkringlunni – guð minn góður hvað við erum léleg í þessu. Eða var þetta kannski forsetinn? Núna ættu allir – meira að segja forysta KSÍ – að hafa uppgötvað að í hvert skipti sem forsetinn opnar munninn verður helmingur þjóðarinnar ofsakátur en hinn bandbrjálaður. Alltaf. Í hvert einasta skipti. Hver fékk þá snilldarhugmynd að peppa bara helming liðsins upp fyrir leikinn? Þetta var alla vega ekki leikmönnunum eða þjálfaranum að kenna – svo mikið er víst. Þeir lögðu sig alla fram og gerðu sitt besta. Fyrir utan að ef þeir hefðu ekki spilað jafn frábærlega og raun bar vitni í riðlakeppninni þá hefði ekki verið neinn leikur á þriðjudaginn. Nei, það voru ekki þeir. En hver var það? Við verðum að finna sökudólg. Einhvern til að hengja. Eins og alltaf.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun