Bréf sem getur dimmu í dagsljós breytt Saga Garðarsdóttir skrifar 2. desember 2013 06:00 Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar