Enn einn vafningur ríkisstjórnarinnar Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. desember 2013 07:00 Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun