Rás 1 Páll Magnússon skrifar 16. desember 2013 06:00 Þeir sem staðið hafa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í tólf gömlum vindstigum að suðaustan vita að það þýðir ekki að tala við fólk beint upp í þannig bálviðri. Orðin feykjast bara aftur fyrir mann. Núna vona ég að það sé lag til að segja þó ekki væri nema þetta: Það er ekki verið að leggja niður Rás 1. Það er ekki verið að rífa hana á hol. Það er ekki verið að slökkva á menningarvitanum. Það er heldur ekki verið að breyta meginstofni Rásar 1; inntaki hennar né eðli. Dagskrárstefna hennar, hlutverk, upplegg og innihald verður áfram hið sama. Áfram verða flutt útvarpsleikrit. Áfram verða lesnar útvarpssögur. Áfram verða flutt ljóð. Áfram verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Áfram verður fjallað um menningar- og samfélagsmál í vönduðum þáttum. Áfram verður flutt tónlist af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Áfram verða tíndar upp úr gullkistu Rásar 1 gersemar frá liðnum tíma til að tengja saman nútíð og fortíð. Áfram verða líka fluttar dánarfregnir og upplýsingar um jarðarfarir. Og tilkynningar um félagsvist á Hólmavík og Raufarhöfn. Og jólakveðjur. Í stuttu máli: Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verður hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýrari umgjörð og spjara sig með færra starfsfólki en áður. Eins og allir aðrir þættir í starfsemi Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þeir sem staðið hafa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í tólf gömlum vindstigum að suðaustan vita að það þýðir ekki að tala við fólk beint upp í þannig bálviðri. Orðin feykjast bara aftur fyrir mann. Núna vona ég að það sé lag til að segja þó ekki væri nema þetta: Það er ekki verið að leggja niður Rás 1. Það er ekki verið að rífa hana á hol. Það er ekki verið að slökkva á menningarvitanum. Það er heldur ekki verið að breyta meginstofni Rásar 1; inntaki hennar né eðli. Dagskrárstefna hennar, hlutverk, upplegg og innihald verður áfram hið sama. Áfram verða flutt útvarpsleikrit. Áfram verða lesnar útvarpssögur. Áfram verða flutt ljóð. Áfram verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Áfram verður fjallað um menningar- og samfélagsmál í vönduðum þáttum. Áfram verður flutt tónlist af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Áfram verða tíndar upp úr gullkistu Rásar 1 gersemar frá liðnum tíma til að tengja saman nútíð og fortíð. Áfram verða líka fluttar dánarfregnir og upplýsingar um jarðarfarir. Og tilkynningar um félagsvist á Hólmavík og Raufarhöfn. Og jólakveðjur. Í stuttu máli: Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verður hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýrari umgjörð og spjara sig með færra starfsfólki en áður. Eins og allir aðrir þættir í starfsemi Ríkisútvarpsins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun