Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. janúar 2014 14:51 Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira