22 milljónir bíla seldust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 10:15 Skelfileg mengun er í stærstu borgum Kína. Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent
Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent