Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. febrúar 2014 10:03 Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. Erfitt er fyrir umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu þess, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem verður kynnt í dag. Hins vegar eru dæmi um að gerðar hafi verið breytingar á lögum sambandsins til að fást við sérstök vandamál. Hægt er að hala niður niðurstöðukafla skýrslunnar hér að neðan. „Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið. Þannig fengu Maltverjar undanþágur frá fiskveiðistefnunni þar sem mælt er fyrir um breytingar á reglugerð um tæknilegar verndarráðsstafanir vegna viðgangs fiskistofna í Miðjarðarhafi. Skyldu þessar breytingar ganga í gegn áður en Malta yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þessar tilhliðranir er nú að finna í gerðum Evrópusambandsins og þeim verður einungis breytt á vettvangi þess.“Ísland sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði?Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. „Meðal nýjunga er að áhersla er lögð á að einungis höfuðmarkmiðin séu ákvörðuð sameiginlega meðan útfærsla og ákvaðanavald um það hvernig þeim markmiðum sé náð eru færð nær heimabyggð, þ.e. til einstakra aðildarlanda eða jafnvel héraða. Þá er aukin áhersla lögð á hlutverk svæðisbundinna ráðgjafaráða. Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins,“ segir í skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB, enda þýði aðild að land taki upp hina sameiginlegu stefnu. Hægt sé að fá tímabundnar undanþágur, en ær séu teknar upp í gerðri sambandsins og breytingar á þeim verði eingöngu gerðar á grundvelli þess. „Þegar um er að ræða sérlausnir, sem kann að verða samið um, þarf að taka skýrt fram í aðildarsamningi um það ef þær eiga að verða varanlegar.“Erfiðar samningaviðræður Skýrsluhöfundar segja óheppilegt varðandi mat á stöðu viðræðnanna að ekki skyldi auðnast að leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann. Það sé því erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðna um sjávarútvegsmál hefði orðið. „...ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Meðfylgjandi er niðurstöðukafli skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Erfitt er fyrir umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu þess, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem verður kynnt í dag. Hins vegar eru dæmi um að gerðar hafi verið breytingar á lögum sambandsins til að fást við sérstök vandamál. Hægt er að hala niður niðurstöðukafla skýrslunnar hér að neðan. „Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið. Þannig fengu Maltverjar undanþágur frá fiskveiðistefnunni þar sem mælt er fyrir um breytingar á reglugerð um tæknilegar verndarráðsstafanir vegna viðgangs fiskistofna í Miðjarðarhafi. Skyldu þessar breytingar ganga í gegn áður en Malta yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þessar tilhliðranir er nú að finna í gerðum Evrópusambandsins og þeim verður einungis breytt á vettvangi þess.“Ísland sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði?Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. „Meðal nýjunga er að áhersla er lögð á að einungis höfuðmarkmiðin séu ákvörðuð sameiginlega meðan útfærsla og ákvaðanavald um það hvernig þeim markmiðum sé náð eru færð nær heimabyggð, þ.e. til einstakra aðildarlanda eða jafnvel héraða. Þá er aukin áhersla lögð á hlutverk svæðisbundinna ráðgjafaráða. Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins,“ segir í skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB, enda þýði aðild að land taki upp hina sameiginlegu stefnu. Hægt sé að fá tímabundnar undanþágur, en ær séu teknar upp í gerðri sambandsins og breytingar á þeim verði eingöngu gerðar á grundvelli þess. „Þegar um er að ræða sérlausnir, sem kann að verða samið um, þarf að taka skýrt fram í aðildarsamningi um það ef þær eiga að verða varanlegar.“Erfiðar samningaviðræður Skýrsluhöfundar segja óheppilegt varðandi mat á stöðu viðræðnanna að ekki skyldi auðnast að leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann. Það sé því erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðna um sjávarútvegsmál hefði orðið. „...ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Meðfylgjandi er niðurstöðukafli skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira