Graco endurkallar 3,8 milljón barnastóla Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 00:00 Barnabílstóll frá Graco. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent