Aukin álnotkun í bíla gæti valdið skorti Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2014 09:39 Þrettánda kynslóðin af Ford F-150 verður að miklu leiti smíðaður úr áli. Autoblog Bílaframleiðendur hafa sumir hverjir notað ál í miklum mæli í bíla sína og nægir að nefna Audi og Jaguar í því sambandi með A8 og XJ bíla sína. Nýjasta kynslóð Range Rover léttist um 400 kíló með notkun áls í stað stáls og það er víða markmið bílaframleiðenda að létta bíla sína með þeirri aðferð. Líklega er stærsta eina skrefið í þessa átt ákvörðun Ford að framleiða söluhæsta bíl Bandaríkjanna, Ford F-150 pallbílinn, að miklu leiti úr áli. Í dag nota bílaframleiðendur aðeins 6% af öllu áli sem framleitt er í heiminum, en búist er við því að sú tala verði komin uppí 25% eftir 6 ár. Þessi stórtæka aukning notkunar áls í bílaiðnaðinum mun líklega verða til skorts á málminum létta. Ford hefur leitað allra leiða til að tryggja sér allt það magn áls sem þarf til við framleiðslu hátt í milljón F-150 bíla á ári og reyndar sér ekki fyrir endann á nægu framboði áls til verksins. Bæði álfyrirtækin Alcoa og Novelis leita nú leiða til að auka framleiðslu sína til að útvega Ford nægt ál og stefna að opnun nýrra álverksmiðja svo fljótt sem auðið er. Þessi stórtæka aukning í notkun áls bílaframleiðenda mun að vonum hækka verð áls á næstu misserum og það mun líklega verða til að lyfta brúnum álframleiðenda. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent
Bílaframleiðendur hafa sumir hverjir notað ál í miklum mæli í bíla sína og nægir að nefna Audi og Jaguar í því sambandi með A8 og XJ bíla sína. Nýjasta kynslóð Range Rover léttist um 400 kíló með notkun áls í stað stáls og það er víða markmið bílaframleiðenda að létta bíla sína með þeirri aðferð. Líklega er stærsta eina skrefið í þessa átt ákvörðun Ford að framleiða söluhæsta bíl Bandaríkjanna, Ford F-150 pallbílinn, að miklu leiti úr áli. Í dag nota bílaframleiðendur aðeins 6% af öllu áli sem framleitt er í heiminum, en búist er við því að sú tala verði komin uppí 25% eftir 6 ár. Þessi stórtæka aukning notkunar áls í bílaiðnaðinum mun líklega verða til skorts á málminum létta. Ford hefur leitað allra leiða til að tryggja sér allt það magn áls sem þarf til við framleiðslu hátt í milljón F-150 bíla á ári og reyndar sér ekki fyrir endann á nægu framboði áls til verksins. Bæði álfyrirtækin Alcoa og Novelis leita nú leiða til að auka framleiðslu sína til að útvega Ford nægt ál og stefna að opnun nýrra álverksmiðja svo fljótt sem auðið er. Þessi stórtæka aukning í notkun áls bílaframleiðenda mun að vonum hækka verð áls á næstu misserum og það mun líklega verða til að lyfta brúnum álframleiðenda.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent