Walker sigraði í þriðja sinn á leiktíðinni Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. febrúar 2014 17:15 Vísir/AP Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira