Engin tannpína hjá Rory í Flórída 28. febrúar 2014 10:00 Rory McIlroy á vellinum í Palm Beach Gardens í gær. Vísir/Getty Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira