Mest seldi bíllinn í Úkraínu er kínverskur Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 14:42 Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent