Sala bíla í Evrópu jókst um 8% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 12:45 Peugeot 308, bíll ársins, átti stærstan þátt í söluaukningu Peugeot. Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent