Toyota lokar 2 verksmiðjum í Indlandi vegna launadeilna Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 13:00 Toyota verksmiðja í Indlandi. Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent