Seat sneggsti framhjóladrifni bíllinn á Nürburgring Fiunnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 09:48 Seat bíllinn í brautinni í Nürburgring. Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent
Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent