Reed stóð við stóru orðin og sigraði á Cadillac meistaramótinu 10. mars 2014 00:11 Reed og kylfusveinn hans ræða málin á þriðju holu á lokahringnum í dag. AP/Vísir Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira