Afglöp ríkisstjórnar í Evrópumálum Árni Páll Árnason skrifar 27. mars 2014 09:57 Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun