Fátt virðist geta stoppað Adam Scott á Bay Hill 22. mars 2014 09:22 Adam Scott ásamt kylfusveini sínum, Steve Williams. AP/Vísir Það virðist vera ógerlegt að stoppa Adam Scott á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fer á Bay Hill en Ástralinn er fjórtán höggum undir pari eftir tvo hringi og leiðir mótið með heilum sjö höggum. Scott byrjaði mótið með stíl og lék fyrsta hringinn á tíu höggum undir pari. Hann fylgdi því eftir með góðum hring í gær og lék á fjórum höggum undir pari og því virðist fátt geta stoppað Masters meistarann frá því í fyrra en með frammistöðum eins og þessum verður Scott að teljast líklegur til þess að verja titilinn á Augusta sem fram fer 10-13 apríl. Í öðru sæti eru Bandaríkjamennirnir J.B Holmes, Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari sem virðist vera í toppbaráttunni í öllum mótum sem hann spilar í þessa dagana. Þeir eru á sjö höggum undir pari en nokkrir kylfingar eru á sex höggum undir, meðal annars Brandt Snedeker og Keegan Bradley. Það eru því margir góðir kylfingar sem gætu sett pressu á Scott ef hann misstígur sig um helgina. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það virðist vera ógerlegt að stoppa Adam Scott á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fer á Bay Hill en Ástralinn er fjórtán höggum undir pari eftir tvo hringi og leiðir mótið með heilum sjö höggum. Scott byrjaði mótið með stíl og lék fyrsta hringinn á tíu höggum undir pari. Hann fylgdi því eftir með góðum hring í gær og lék á fjórum höggum undir pari og því virðist fátt geta stoppað Masters meistarann frá því í fyrra en með frammistöðum eins og þessum verður Scott að teljast líklegur til þess að verja titilinn á Augusta sem fram fer 10-13 apríl. Í öðru sæti eru Bandaríkjamennirnir J.B Holmes, Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari sem virðist vera í toppbaráttunni í öllum mótum sem hann spilar í þessa dagana. Þeir eru á sjö höggum undir pari en nokkrir kylfingar eru á sex höggum undir, meðal annars Brandt Snedeker og Keegan Bradley. Það eru því margir góðir kylfingar sem gætu sett pressu á Scott ef hann misstígur sig um helgina. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira