Himneskir sjávarréttir að hætti Arnars Ellý Ármanns skrifar 21. mars 2014 14:30 Sjávarfangið sem Arnar matreiddi var frá Alaska og Florida. myndir/Ármann E. Jónsson „Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum. Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum.
Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira