Garcia í forystu á Shell Houston Open 5. apríl 2014 12:29 Sergio Garcia leiðir í Texas. Vísir/Getty Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira