NBA: Indiana vann OKC og tók fyrsta sætið af Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2014 08:30 Lance stephenson. Mynd/AP Indiana Pacers þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.David West skoraði 21 stig og Lance Stephenson var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu þegar Indiana Pacers vann 102-97 sigur á Oklahoma City Thunder á heimavelli sínum. Indiana náði þar með hálfs leiks forskoti á Miami auk þess að vera með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Lance Stephenson var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en enginn leikmaður í NBA-deildinni hefur náð fleiri þrennum á þessu tímabili. Það dugði ekki Oklahoma City að Kevin Durant skoraði 38 stig í leiknum en Russell Westbrook skoraði 21 stig. Þeir hittu saman aðeins úr 5 af 21 þriggja stiga skotum sínum.LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig og sigurkörfuna í framlengingunni þegar Portland Trailblazers vann 119-117 sigur á Golden State Warriors í baráttu liðanna í fimmta og sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Stephen Curry skoraði 47 stig fyrir Golden State en það dugði ekki til. Portland-liðið er að komast aftur á skrið eftir lægð en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu níu leikjum.Mike Conley var með 24 stig þegar Memphis Grizzlies vann 102-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center en Memphis náði þar með eins leiks forskoti á Phoenix Suns í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Marc Gasol var með 18 stig og 15 fráköst fyrir Grizzlies en Jodie Meeks skoraði mest fyrir Lakers eða 20 stig.Tim Hardaway Jr skoraði 20 stig þegar New York Knicks vann 100-89 sigur á Chicago Bulls í sínum fyrsta leik eftir að það varð ljóst að Knicks-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Carmelo Anthony og J.R. Smith voru báðir með 17 stig.Mirza Teletovic skoraði 20 stig og þeir Joe Johnson og Mason Plumlee voru báðir með 17 stig þegar Brooklyn Nets vann 97-88 sigur á Orlando Magic. Brooklyn Nets er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Tobias Harris skoraði 18 stig fyrir Orlando.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Indiana Pacers - Oklahoma City Thunder 102-97 Detroit Pistons - Toronto Raptors 107-116 Brooklyn Nets - Orlando Magic 97-88 New York Knicks - Chicago Bulls 100-89 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 119-117 (framlengt) Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 106-103 Los Angeles Lakers - Memphis Grizzlies 90-102Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Indiana Pacers þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.David West skoraði 21 stig og Lance Stephenson var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu þegar Indiana Pacers vann 102-97 sigur á Oklahoma City Thunder á heimavelli sínum. Indiana náði þar með hálfs leiks forskoti á Miami auk þess að vera með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Lance Stephenson var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en enginn leikmaður í NBA-deildinni hefur náð fleiri þrennum á þessu tímabili. Það dugði ekki Oklahoma City að Kevin Durant skoraði 38 stig í leiknum en Russell Westbrook skoraði 21 stig. Þeir hittu saman aðeins úr 5 af 21 þriggja stiga skotum sínum.LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig og sigurkörfuna í framlengingunni þegar Portland Trailblazers vann 119-117 sigur á Golden State Warriors í baráttu liðanna í fimmta og sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Stephen Curry skoraði 47 stig fyrir Golden State en það dugði ekki til. Portland-liðið er að komast aftur á skrið eftir lægð en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu níu leikjum.Mike Conley var með 24 stig þegar Memphis Grizzlies vann 102-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center en Memphis náði þar með eins leiks forskoti á Phoenix Suns í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Marc Gasol var með 18 stig og 15 fráköst fyrir Grizzlies en Jodie Meeks skoraði mest fyrir Lakers eða 20 stig.Tim Hardaway Jr skoraði 20 stig þegar New York Knicks vann 100-89 sigur á Chicago Bulls í sínum fyrsta leik eftir að það varð ljóst að Knicks-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Carmelo Anthony og J.R. Smith voru báðir með 17 stig.Mirza Teletovic skoraði 20 stig og þeir Joe Johnson og Mason Plumlee voru báðir með 17 stig þegar Brooklyn Nets vann 97-88 sigur á Orlando Magic. Brooklyn Nets er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Tobias Harris skoraði 18 stig fyrir Orlando.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Indiana Pacers - Oklahoma City Thunder 102-97 Detroit Pistons - Toronto Raptors 107-116 Brooklyn Nets - Orlando Magic 97-88 New York Knicks - Chicago Bulls 100-89 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 119-117 (framlengt) Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 106-103 Los Angeles Lakers - Memphis Grizzlies 90-102Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira