Honda og Mercedes Benz með bestu ímyndina Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 16:15 Mercedes Benz hefur bestu ímyndina meðal bíleigenda í Bandaríkjunum. Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent