Sneggsti Smart-bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 10:23 Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent
Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent